Monday, April 5, 2010

Fjall sjö - Ármannsfell


Ágústa og Margrét löbbuðu upp á Ármannsfell annan í páskum. Hægt var að velja um tvær leiðir, að fara upp hjá Bolabás, en sú leið er brattari, og svo að fara upp hjá Ormavallagili en þar er labbað upp rana sem er aðeins auðveldari ganga. Við fórum upp ranann og skiptist hann á um að vera brattur og bein gönguleið. Ofarlega í fjallinu er svolítið um snjó og klaka og mælum við með að vera með stafi og jafnvel mannbrodda á þessum árstíma. Á toppnum er gott útsýni í allar áttir og sér maður yfir á Skjaldbreið, Langjökul og Þingvelli =0) Mjög skemmtileg ganga .


Upplisýngar úr bókini:
Hæð:764m
Uppgöngutími:2-3 tímar við vorum 1 og 1/2 , 3 tíma í allt
Gönguhækkun:600m
Göngulengd:5km uppganga
Kort:36, 1613 l









Saturday, March 27, 2010

Fjall sex - Lambafell




Við löbbuðum upp á Lambafell laugardaginn 27. mars. Lambafell er við Þrengslin og þekkist fjallið þar sem að það er grjótnáma í fjallinu. Gangan var mjög skemmtileg nokkuð brött í byrjun en þegar var komið upp mestan bratann tók við létt ganga að tindinum =0) Þegar við gengum niður lentum við í smá vandræðum þar sem að það var ákveðið að fara aðra leið niður en bókin sagði =0/ en við fundum veg sem er notaður við námugerðina og komumst þar niður. Þegar niður var komið þurftum við að ganga smá spöl að bílnum og gengum við með fram veginum og var flautrað tvisvar sinnum á okkur =0) Alltaf gaman að fá smá flaut, hvet ykkur að flauta á duglegt göngufólk=0D.


Sunday, February 14, 2010

Fjall fimm - Helgafell í Mosfellsdal


Á Helgafell í Mosfellsdal, gengu 6 fjallstindafélagar, laugardaginn 6. febrúar s.l. Þau Viðar Ingi (3ja ára), Dagný Lóa (5 ára), Ágústa, Margrét, Dagný og Svavar gengu upp tindinn skömmu fyrir hádegi í þónokkrum kulda og roki. Börnin voru ekki alveg sátt við fjallgönguna í fyrstu, voru orðin þreytt strax á fyrstu mínútunum en þegar upp mesta brattann var komið hlupu þau upp hvern stein og klett sem fyrir var og ekki var minnst á þreytu eftir það. Þau röðuðu steinum í vörður, brutu klaka, muldu grýlukerti og súkkulaði, sungu tröllasöngva og spjölluðu við tröllin í klettunum. Þetta var hin prýðilegasta fjallganga sem tók u.þ.b. 2 klst.






Fleiri myndir af duglegu krökkunum okkar=0)

Saturday, January 30, 2010

Fjall fjögur - Húsfell

2. ágúst 2011


30. janúar 2010



Tveir meðlimir Fjallstindafélagsins (Ágústa og Margrét) gengu upp á Húsfell í dag. Veðrið var ljómandi gott, sólskin og 7 stiga frost. Gangan var nokkuð létt en þó nokkur vegalengd er frá bílastæðum við Kaldársel að fjallsrótum. Þá tók við nokkuð brött en stutt uppganga. Við komum á toppinn eftir tæpra 2 stunda göngu. Þar mynduðum við okkur og landslagið í bak og fyrir, önduðum að okkur fjallalofti og nærðum okkur áður en lagt var af stað niður. Gangan niður var að sama skapi létt en þyngdist þegar nær bílastæðunum dró vegna þess að "strákarnir okkar" voru við það að glopra niður tækifæri til að keppa um gull í EM. Lærdómur þessarar ferða hlýtur að vera sá að hlusta ekki á lýsingar íþróttamóta í fjallgöngum ;)