Á Helgafell í Mosfellsdal, gengu 6 fjallstindafélagar, laugardaginn 6. febrúar s.l. Þau Viðar Ingi (3ja ára), Dagný Lóa (5 ára), Ágústa, Margrét, Dagný og Svavar gengu upp tindinn skömmu fyrir hádegi í þónokkrum kulda og roki. Börnin voru ekki alveg sátt við fjallgönguna í fyrstu, voru orðin þreytt strax á fyrstu mínútunum en þegar upp mesta brattann var komið hlupu þau upp hvern stein og klett sem fyrir var og ekki var minnst á þreytu eftir það. Þau röðuðu steinum í vörður, brutu klaka, muldu grýlukerti og súkkulaði, sungu tröllasöngva og spjölluðu við tröllin í klettunum. Þetta var hin prýðilegasta fjallganga sem tók u.þ.b. 2 klst.
Fleiri myndir af duglegu krökkunum okkar=0)