Saturday, April 10, 2010
Monday, April 5, 2010
Fjall sjö - Ármannsfell
Ágústa og Margrét löbbuðu upp á Ármannsfell annan í páskum. Hægt var að velja um tvær leiðir, að fara upp hjá Bolabás, en sú leið er brattari, og svo að fara upp hjá Ormavallagili en þar er labbað upp rana sem er aðeins auðveldari ganga. Við fórum upp ranann og skiptist hann á um að vera brattur og bein gönguleið. Ofarlega í fjallinu er svolítið um snjó og klaka og mælum við með að vera með stafi og jafnvel mannbrodda á þessum árstíma. Á toppnum er gott útsýni í allar áttir og sér maður yfir á Skjaldbreið, Langjökul og Þingvelli =0) Mjög skemmtileg ganga .
Upplisýngar úr bókini:
Hæð:764m
Uppgöngutími:2-3 tímar við vorum 1 og 1/2 , 3 tíma í allt
Gönguhækkun:600m
Göngulengd:5km uppganga
Kort:36, 1613 l
Subscribe to:
Posts (Atom)