Saturday, March 27, 2010
Fjall sex - Lambafell
Við löbbuðum upp á Lambafell laugardaginn 27. mars. Lambafell er við Þrengslin og þekkist fjallið þar sem að það er grjótnáma í fjallinu. Gangan var mjög skemmtileg nokkuð brött í byrjun en þegar var komið upp mestan bratann tók við létt ganga að tindinum =0) Þegar við gengum niður lentum við í smá vandræðum þar sem að það var ákveðið að fara aðra leið niður en bókin sagði =0/ en við fundum veg sem er notaður við námugerðina og komumst þar niður. Þegar niður var komið þurftum við að ganga smá spöl að bílnum og gengum við með fram veginum og var flautrað tvisvar sinnum á okkur =0) Alltaf gaman að fá smá flaut, hvet ykkur að flauta á duglegt göngufólk=0D.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment