Saturday, January 2, 2010

Fjall eitt - Úlfarsfell

Fyrsta fjallið var gengið í hífandi roki á annan í jólum. Við (Margrét, Ágústa og Hildur) gengum upp á topp með vindinn í fangið og kuldann bítandi í kinnar. Hressandi. Þegar upp var komið náðum við frænkur ekki að njóta útsýnisins því það var ekki stætt á toppnum.

Á niðurleið gerðum við stórhuga plön um að ganga saman einu sinni í viku á nýju ári. Alltaf á laugardögum. Annan hvern laugardag ætlum við barnlausar á fjallstinda og hina laugardagana tökum við krakkana með í einhver útivistarævintýri.

Í lok árs 2010 ættum við því að vera búnar að ganga á 26 nýja tinda, litla og stóra.






No comments:

Post a Comment