Við, Margrét, Ágústa og Hildur, gengum á Helgafell í dag í átta stiga frosti og algerri stillu. Veðrið var ótrúlega fallegt og það var dásamlegt að þramma upp að fjallinu og hlusta á brakið í snjónum. Gangan upp reyndi þægilega á og var góð æfing fyrir komandi tinda. Vorum rétt um klukkutíma frábílastæði upp á topp.
Ferðin var lærdómsrík á marga vegu og næst verðum við allar með nægan vökva með okkur. Engin okkar tók drykkjarbrúsa með en Hildur gleymdi þó ekki súkkulaðinu fyrir toppstoppið. Ágústa og Margrét ætla að tékka á göngustöfum og Hildur ætlar að redda sér góðri treyju til að vera í innan undir lopapeysunni, bómull blífur ekki...Hér á eftir eru fróðlegar upplýsingar um Helgafell úr bókinni Íslensk fjöll: gönguleiðir á 151 tind eftir Ara Trausta og Pétur Þorleifsson:
Hæð yfir sjávarmáli: 338 m
Göngubyrjun: Við Kaldársel (80 m)
Gönguleið: Hraun og melar, skriða og móbergsklappir; kollur fjallsins er breiður og ávalur.
Uppgöngutími: 1 klst.
Gönguhækkun: 260 m
Göngulengd: 2-3 km
Leiðarmat: Þægileg og skemmtileg, stutt fjallganga með nokkrum bröttum köflum; öllum fær. Gott útsýni miðað við hæð yfir sjávarmáli.
Glæslegt þetta var ótrúlega gaman og mig er farið að hlakka til laugardagsins =u)
ReplyDelete