Saturday, January 30, 2010

Fjall fjögur - Húsfell

2. ágúst 2011


30. janúar 2010



Tveir meðlimir Fjallstindafélagsins (Ágústa og Margrét) gengu upp á Húsfell í dag. Veðrið var ljómandi gott, sólskin og 7 stiga frost. Gangan var nokkuð létt en þó nokkur vegalengd er frá bílastæðum við Kaldársel að fjallsrótum. Þá tók við nokkuð brött en stutt uppganga. Við komum á toppinn eftir tæpra 2 stunda göngu. Þar mynduðum við okkur og landslagið í bak og fyrir, önduðum að okkur fjallalofti og nærðum okkur áður en lagt var af stað niður. Gangan niður var að sama skapi létt en þyngdist þegar nær bílastæðunum dró vegna þess að "strákarnir okkar" voru við það að glopra niður tækifæri til að keppa um gull í EM. Lærdómur þessarar ferða hlýtur að vera sá að hlusta ekki á lýsingar íþróttamóta í fjallgöngum ;)










No comments:

Post a Comment